MIÐDEILD OG MIÐDEILD PLÚS

Miðdeild - 6 dagar!

18. - 23. júní 2024

Miðdeild HIMA býður upp á krefjandi umhverfi fyrir 11-15 ára áhugasama og metnaðarfulla nemendur á fiðlu, víólu og selló. Í ár er sú breyting á miðdeild að einkatímum fjölgar úr fjórum í fimm og allir taka þátt í kammertónlist, til viðbótar við strengjasveit.

Á námskeiðinu fá þátttakendur:

  • Einkatíma, 5x 45 mín

  • Kammertónlist, 5x 45 mín

  • Masterklass

  • Meðleikstíma með píanista

  • Strengjasveit undir stjórn Hjartar Páls Eggertssonar

  • Hádegismat (matur innifalinn) ásamt öllum nemendum og kennurum

  • Æfingaherbergi á hverjum degi og aðstoð við æfingar

  • að leika einleiksverk, kammertónlist og í strengjasveit á tónleikum.

Þátttakendur mæta daglega kl 8:00 og fá æfingaherbergi til hádegis. Einkakennsla og kammertónlist fara fram á morgnana. Eftir hádegismat verður strengjasveit, masterklassar og fleira. Kennarar miðdeildar eru þeir sömu og í eldri deild.

Námskeiðinu lýkur með tónleikum þann 23. júní í Hörpu þar sem nemendur leika kammertónlist og í strengjasveit.

Athugið að ekki verður hægt að óska eftir fleiri einkatímum.

Umsækjendur skulu senda upptöku af tveimur ólíkum verkum, minnst 7 mínútur samtals.

Setjið upptökur á streymisíðu, t.d. YouTube og setjið hlekkinn í umsóknina. Ekki er tekið við upptökum sem viðhengi í tölvupósti. Upptaka verður að berast fyrir lok umsóknarfrests, 1. mars.

Námskeiðsgjald: 94.000 kr.
10% systkinaafsláttur

umsóknarfrestur er til 1. mars 2024


NÝTT HJÁ HIMA!

Miðdeild PLÚS - 4 dagar

14. - 17. júní 2024

Miðdeild PLÚS í HIMA er viðbótarnámskeið fyrir þá nemendur sem skráðir eru í Miðdeild en vilja gjarnan vera lengur á námskeiðinu og fá fleiri einkatíma. Miðdeild PLÚS fer fram dagana 14. til 17. júní.

Á námskeiðinu fá þátttakendur (til viðbótar við það sem innifalið er í Miðdeild):

  • Einkatíma, 3x 45 mín

  • Æfingaherbergi á hverjum degi og aðstoð við æfingar

  • Hádegismat (matur innifalinn) ásamt öllum nemendum og kennurum

Þátttakendur mæta daglega kl 8:00 og fá æfingaherbergi fram að hádegismat sem er innifalinn. Kennarar miðdeildar eru þeir sömu og í eldri deild.

Þátttaka í Miðdeild PLÚS er bundin þátttöku í Miðdeild og á umsóknarformi þarf að sækja um í báðar deildir.

Umsækjendur sem sækja einnig um í Miðdeild PLÚS skulu senda upptöku af tveimur ólíkum verkum, minnst 10 mínútur samtals.

Setjið upptökur á streymisíðu, t.d. YouTube og setjið hlekkinn í umsóknina. Ekki er tekið við upptökum sem viðhengi í tölvupósti. Upptaka verður að berast fyrir lok umsóknarfrests, 1. mars.

NÁMSKEIÐSGJALD: 26.000 KR.

Ekki er veittur systkinaafsláttur á þátttökugjaldi í Miðdeild PLÚS

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. MARS 2024

Kennarar í Mið- og Eldri deild

Fiðla

Ari Þór Vilhjálmsson
Leiðari 2. fiðlu við Israel Philharmonic

Auður Hafsteinsdóttir
Kennari í Menntaskóla í Tónlist og Tónskóla Sigursveins

Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari

Guðný Guðmundsdóttir
Heiðursprófessor við Listaháskóla Íslands

Judith Ingólfsson
Prófessor við Peabody Institute, Johns Hopkins University í Baltimore

Sif Margrét Tulinius
Kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskóla Íslands

Sigurbjörn Bernharðsson (Sibbi)
Prófessor í fiðluleik við Oberlin Conservatory


Víóla

Þórunn Ósk Marinósdóttir
Leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Ásdís Valdimarsdóttir
Kennari við Konunglega tónlistarháskólann í Haag

Selló

Mick Sterling
Kennari við Amsterdam Conservatory

Sigurgeir Agnarsson
Leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sigurður Bjarki Gunnarsson
Sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennari við LHÍ


Meðleikarar

Þóra Kristín Gunnarsdóttir
píanóleikari