Yngri deild - 6 dagar!
18. - 23. júní 2024

 

Yngri deild er fyrir fiðlu-, víólu- og sellónemendur á aldrinum 8-12 ára. Æskilegt er að nemandinn hafi lokið grunnprófi eða sambærilegu prófi. Nemendum býðst samfelld dagskrá frá kl 9 - 15.

Á námskeiðinu fá þátttakendur:

  • Tæknihóptíma á hverjum degi

  • Fjóra einkatíma (20 - 30 mín)

  • Hóptíma

  • Samspil

  • Hádegismat ásamt öðrum nemendum og kennurum HIMA

  • Að leika einleik og samspil á tónleikum

Umsækjendur skulu senda upptöku af einu verki að eigin vali, 3-4 mínútur. Setjið upptökur á streymisíðu, t.d. YouTube og setjið hlekkinn í umsóknina. Ekki er tekið við upptökum sem viðhengi í tölvupósti. Upptakan verður að berast fyrir lok umsóknarfrests, 1. mars.

Námskeiðsgjald: 73.000 kr.
10% systkinaafsláttur

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2024

 
 

Kennarar í Yngri deild

Fiðla

Lilja Hjaltadóttir
Deildarstjóri Yngri deildar HIMA og fiðlukennari
fv. skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Allegro Suzuki-tónlistarskólann

Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Kristín Björg Ragnarsdóttir

María Weiss

Aðalheiður Matthíasdóttir

Selló

Helga Björg Ágústsdóttir

Meðleikur

Guðrún Dalía Salómonsdóttir
píanóleikari