Eldri deild - 10 dagar!
14. - 23. júní 2023

 

Eldri deild HIMA býður upp á krefjandi umhverfi fyrir áhugasama og metnaðarfulla nemendur á fiðlu, víólu og selló, 15 ára og eldri.

Á námskeiðinu fá þátttakendur:

  • Einkatíma, 7x 45 mín

  • Kammertónlist, 8x 60 mín af kennslu og spila tvö ólík verk

  • Masterklass

  • Meðleikstíma með píanista

  • Hádegismat (matur innifalinn) ásamt öllum nemendum og kennurum

  • Æfingaherbergi á hverjum degi og aðstoð við æfingar

  • Að leika einleik og kammertónlist á tónleikum

Þátttakendur mæta daglega kl. 8:00 og fá eigið æfingaherbergi til hádegis. Einkakennsla og aðstoð við æfingar fara fram á morgnana. Nemendur og kennarar borða saman hádegismat og eftir hádegi taka við æfingar og kennsla í kammertónlist, masterklassar, skipulögð samvera og tónleikar.

Aðhald er mikið á námskeiðinu en auk þess byggir námskeiðið á að hver nemandi:

  • Æfi sig sjálfur í 4 klst á dag

  • Æfi ásamt kammerhópnum sínum í 2 klst á dag

  • Spili á þrennum tónleikum: 1 einleiksverk og 2 kammerverk

Námskeiðinu lýkur þann 23. júní með tónleikum í Hörpu þar sem nemendur leika kammertónlist.

Umsækjendur í eldri deild skulu senda upptöku þar sem þeir leika einn Bach kafla að eigin vali og einn konsertkafla.

Setjið upptökur á streymisíðu, t.d. YouTube og setjið hlekkinn í umsóknina. Ekki er tekið við upptökum sem viðhengi í tölvupósti. Upptaka verður að berast fyrir lok umsóknarfrests, 1. mars.

NÁMSKEIÐSGJALD: 118.000 KR.
10% systkinaafsláttur

umsóknarfrestur er til 1. mars 2024

 
 

Kennarar í Mið- og Eldri deild

Fiðla

Ari Þór Vilhjálmsson
Leiðari 2. fiðlu við Israel Philharmonic

Auður Hafsteinsdóttir
Kennari í Menntaskóla í Tónlist og Tónskóla Sigursveins

Elfa Rún Kristinsdóttir
fiðluleikari

Guðný Guðmundsdóttir
Heiðursprófessor við Listaháskóla Íslands

Judith Ingólfsson
Prófessor við Peabody Institute, Johns Hopkins University í Baltimore

Sif Margrét Tulinius
Kennari við Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskóla Íslands

Sigurbjörn Bernharðsson (Sibbi)
Prófessor í fiðluleik við Oberlin Conservatory


Víóla

Þórunn Ósk Marinósdóttir
Leiðari víóludeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Ásdís Valdimarsdóttir
Kennari við Konunglega tónlistarháskólann í Haag

Selló

Mick Sterling
Kennari við Amsterdam Conservatory

Sigurgeir Agnarsson
Leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sigurður Bjarki Gunnarsson
Sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennari við LHÍ


Meðleikarar

Þóra Kristín Gunnarsdóttir
píanóleikari